Þakblásarar

Þakblásarar frá vilpe

Vilpe er finnskt fyrirtæki sem þekkt var áður sem SK Tuote Oy og var stofnað 1975. Vilpe framleiðir þakblásara og alla aukahluti fyrir mismunandi útfærslur á þökum. Vilpe var fyrsti evrópski framleiðandinn sem bjó til þakblásara úr plasti. Plast er einstaklega hentugt byggingarefni fyrir þakblásara (ekkert viðhald er á plasti). Að mörgu leiti er veðurfar í Finnlandi líkt því sem þekkist hér á Íslandi og eru þakblásarnir frá þeim því einstaklega heppilegir fyrir íslenskt veðurfar.