Vatnshitablásarar

Vatnshitablásarar.png

Vatnshitablásarar frá Flowair - Ný sending

Við vorum að fá í hús nýja sendingu af vatnshitablásurunum frá Flowair.
LEO hitablásararnir frá Flowair koma með þriggja hraða mótor með enn meiri nýtni og afli en áður. Umgjörðin utan um hitablásarana er úr EPP (útvíkkað propylene), sem er létt og harðgert. Týpurnar sem við erum með á lager eru:

Trox Life - Hávaði og Reykur

 Ýtið á mynd til þess að opna tímaritið.

Ýtið á mynd til þess að opna tímaritið.

Trox gefur út tímarit þar sem stiklað á stóru og farið er yfir mörg áhugaverð mál.

Þema blaðsins er hávaði og reykur, þar er meðal annars farið yfir tvö verkefni sem krafðist sérhæfðra lausna til að halda hljóði og reykeitrun í loftræsingu í lágmarki, stærstu göng Evrópu sem eru staðsett í Sviss og gömul verksmiðja í Þýskalandi sem var breytt í sýningar og samkomu rými.

Trox Life - Loft og Líf

 Ýtið á mynd til þess að opna tímaritið.

Ýtið á mynd til þess að opna tímaritið.

Nýjasta tölublað TROX Life er lögð áhersla á loft og líf, og þá aðaðallega loftgæði innandyra.

Farið er yfir vel heppnuð verkefni þar sem lögð er áherslu á loftgæði sem stuðlar að heilbrigðu lífi, heilsu og þægindum. Einnig er farið yfir nýjust rannsóknir og niðurstöður sem stuðla að bestu mögulegu gæðum lofts og umhverfis til að bæta lífshætti, vinnu- og lærdómsaðstöðu. Einnig er sagt frá skemmtilegum loft-tengdum staðreyndum og reynslusögum.

I einni greininni er áhersla lögð á „öndun fyrir utan lofthjúpinn“, þar er farið yfir áhugaverðar nýjungar og innsýn inn í búnaðinn sem geimfarar þurfa til að viðhalda lífsmörkum í loftlausa opinu sem geimurinn er.

Í annari grein er gerð góð skil á nýjum síu mælikvörðum og reglugerðum, á manna máli.

Við í Hitatækni vonum að ykkur þykki þessu lestur skemmtilegur og fræðandi, en ég get með sanni sagt að 50% af okkar starfsfólki fannst þetta mjög spennandi.

Láttu sólina hlýja þér allan ársins hring með nýju innrauðu hitalömpunum frá Welltherm.

hital.jpg

Welltherm er þýskt fyrirtæki sem eru sérfræðingar á sviði innrauðrar hitunar (infrared heating). Hitalamparnir frá Welltherm byggja á DAZEX tækninni sem hitar umhverfi með lítilli ljósmengum.

Hitalamparnir henta vel fyrir kyndingu á svölum, pallinum, við heitapottinn, á tjaldvagninum, á húsbílnum og úti á veitingastöðum.

Það er algengt að við Íslendingar notum gaslampa sem kyndingu á haustkvöldum, en það er allt önnur upplifun að nota hitalampana. Gaslampar hita loftið í kringum sig sem vindurinn grípur og fer með. Welltherm lamparnir senda orku í gegnum loftið (eins og sólin) og hita fasta fleti þar sem þeim er beint, orku nýtnin verður mun betri með Welltherm lömpunum.

Gas er dýrt á Íslandi á meðan rafmagn er hlutfallslega ódýrara miðað við nágrannalönd okkar, það getur verið allt að 90% ódýrara að kynda pallinn eða svalirnar með Welltherm lömpunum.

Að kveikja og slökkva á hitalampanum, stjórna styrk og stilla timer er hægt að gera með einföldu appi (iOS og Android) og hægt er að streyma tónlist þráðlaust með innbyggðum bluetooth hátölurum. Fjarstýring fylgir einnig með, þar sem hægt er að kveikja, slökkva og stilla styrk.

Þessir lampar þola vel íslenskt veðurfar og þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim á veturna (IP65).

Lamparnir koma í ýmsum stærðum og er hægt að fá lampann sem hentar þér.
Hægt er að skoða vörubækling Welltherm hér: https://welltherm.de/wp-content/uploads/2017/01/Welltherm_Heizstrahler_Broschuere_EN_web.pdf

Komiði í Verslun okkar á Smiðjuvegi 10, græn gata og finnið hitann sjálf!