Um Hitatækni

SAM_1055.JPG

Hitatækni

Hitatækni ehf. sem var stofnað 1986, býður upp á fjölbreyttan búnað fyrir loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi, stjórnbúnað og stýringar. Að auki þjónustu og ráðgjöf varðandi búnað. Við höfum það að markmiði að veita faglega tækni- og söluráðgjöf. Hitatækni annast þjónustu á stýringum, hita- og loftræstikerfum fjölda fyrirtækja og stofnana. Hitatækni tekur að sér að skoða orkunotkun og hefur lausnir til stjórnunar á notkuninni. Með réttri stýringu á orkunotkun er hægt að spara verulegar fjárhæðir árlega. Hjá Hitatækni starfa 5 manns við sölu og þjónustu.