Loftræsing fyrir sjúkrahús

trox_logo.png

TROX

Trox er leiðandi fyrirtæki í loftræsilausnum sem starfar í yfir 70 löndum og í 5 heimsálfum. Trox hefur alltaf lagt mikla áherslu á nýsköpun og sérhæfingu, það sést greinilega þegar skoðaðar eru lausnir þeirra fyrir sjúkrastofnanir.

Hér má sjá yfirlitsmynd loftræsingar á nútíma sjúkrastofnun.

Hér má sjá yfirlitsmynd loftræsingar á nútíma sjúkrastofnun.

Lausnir sérsniðnar að sjúkrahúsum:

  • X-CUBE – Loftræsisamstæður með vökvavarmaflutning, fullkomið fyrir aðstæður þar sem loft inn/út má ekki blandast. Þeirra stæður eru með einstaklega góða nýtingu og þéttleika.

  • LABCONTROL – Þetta er loftflæði stýring sem er sérhönnuð fyrir skurðstofur og rannsóknar stofur þar sem hætta á smiti og eitrun er möguleg. Hún er með mjög fljóta svörun og mikla nákvæmni.

  • Trox Síur: - Trox framleiðir allar síur með nýjustu tækni og síurnar hafa staðist alla helstu Evrópu staðla. Allar síur eru framleiddar innan veggja Trox í Þýskalandi.

  • DID-E kæliraftar – Þegar kemur að heilsu sjúklinga skipta þægindi miklu máli til að stytta bata tíma, þá skiptir máli að stjórna hita í herbergjum nákvæmlega og hljóðlega. Kæliraftar og grill frá Trox eru einmitt hannaðir með það í huga.

Við viljum benda á pdf. skjalið sem inniheldur mjög gagnlegar og myndrænar upplýsingar um loftræsingu á sjúkrahúsum.

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar með því að hafa samband við okkur hitataekni@hitataekni.is